Erlent

Bandaríkjamenn í þann mund að leyfa bólusetningar á börnum

Snorri Másson skrifar
Pfizer yrði fyrsta efnið til að fá leyfi fyrir aldurshópinn 12-15 ára.
Pfizer yrði fyrsta efnið til að fá leyfi fyrir aldurshópinn 12-15 ára. Kay Nietfeld/dpa

Gera má ráð fyrir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veiti leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í þessari viku eða næstu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Tilraunir Pfizer með bólusetningar fólks á þessu aldursbili hafa gefið góða raun og eru fjöldabólusetningar barna taldar lykilskref í átt að sterkara hjarðónæmi meðal Bandaríkjamanna.

Leyfið gæti gengið í gegn hjá lyfjastofnuninni strax í þessari viku og yrði Pfizer þá fyrsti bóluefnaframleiðandinn til að fá leyfi fyrir svo ungan aldurshóp, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Bólusetningar á börnum kæmu sér vel í Bandaríkjunum, þar sem erfiðlega hefur gengið að bólusetja 44% fullorðinna, sem ýmist eru hikandi við að þiggja sprautu eða hafa ekki greiðan aðgang að henni.

Pfizer hefur þegar sótt um sama leyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu en óljóst er hvenær sú umsókn er afgreidd. Þegar er Pfizer eini framleiðandinn vestanhafs til að mega bólusetja fólk á bilinu 16-18 ára, önnur bóluefni eru 18+.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×