Börn og uppeldi

Fréttamynd

Stóra skekkjan í 13 ára aldurs­tak­marki sam­félags­miðla

Við setningu á danska þinginu í vikunni tilkynnti Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í ræðu sinni að hún hygðist hækka aldurstakmarkið fyrir notkun á samfélagsmiðlum upp í 15 ára, þó með möguleika fyrir foreldra að veita börnum sérstakt leyfi til að nota samfélagsmiðla frá 13 ára aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr af­staða lands­manna um hvort ein­kunnir eigi að vera í tölum eða bók­stöfum

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurmódel á kvennaári

Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmi um að að­stand­endur beri fíkni­efni í börn á Stuðlum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur telur sumar­frí grunnskóla­barna of langt

Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Á leið til Suður-Afríku með syni sína í með­ferð vegna úr­ræða­leysis

Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Ein­elti er dauðans al­vara

Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast.

Skoðun
Fréttamynd

Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér

Aðeins sólarhringsgömul var hún skilin eftir við brú í Dianjian-héraði í Kína. Þremur árum síðar reyndist hún mikill gleðigjafi ástfangins pars á Íslandi sem þráði að eignast barn saman. Hin tvítuga Maja Meixin Aceto leitar í dag fólksins sem sá sig tilneytt til að láta dóttur sína frá sér.

Lífið
Fréttamynd

„Við viljum bara grípa þau fyrr“

Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma.

Innlent
Fréttamynd

„Draumar geta ræst“

Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli

Innlent
Fréttamynd

Síma­frí en ekki síma­bann

Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. 

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólar eru ekki munaður

Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Netvís tekur við af SAFT

Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands hefur hafið formlega starfsemi og tekur við hlutverki SAFT sem íslenskt Safer Internet Centre. Í tilkynningu segir að með stofnun miðstöðvarinnar hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að öruggara, ábyrgara og heilbrigðara stafrænu samfélagi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miklar breytingar á gjald­skrá leik­skóla borgarinnar

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina

Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu.

Menning
Fréttamynd

Hug-A-Lums þyngdar­bangsar sem allir elska

Hug-A-Lumps þyngdarbangsarnir komu fyrst á markað í fyrra og slógu rækilega í gegn. Fyrsta sending af þeim seldist upp á örfáum vikum þar sem bæði börn og fullorðnir heilluðust af mýkt þeirra og róandi áhrifum sem þeir hafa.

Lífið samstarf