Íslenski boltinn

Dómarar munu mæta í við­töl eftir leiki í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dómarar geta útskýrt mál sitt eftir stórar útsendingar Stöð 2 Sport í sumar.
Dómarar geta útskýrt mál sitt eftir stórar útsendingar Stöð 2 Sport í sumar. Vísir/Vilhelm

Dómarar í Pepsi Max-deildunum í knattspyrnu munu mæta í viðtöl á Stöð 2 Sport eftir stórleiki í sumar. Þetta mun þó ekki gerast fyrr en eftir að EM lýkur.

Guðmundur Benediktsson opinberaði þetta í hlaðvarpinu Dr. Football í gær. Þar fór hann yfir hvenær og hvernig þetta myndi fara fram.

„Við höfum náð samkomulagi við KSÍ og dómarastéttina hér á landi. Eftir EM þá verða leyfð viðtöl við dómara eftir leik. Það er ef það eru stór atvik sem eiga sér stað í leikjunum. Ef það gerist þá höfum við leyfi til að biðja dómarana um viðtöl í stóru útsendingunum okkar,“ sagði Guðmundur.

„Erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessu samkomulagi. Við verðum þá með skjá þar sem við sýnum dómurum atvikin sem við viljum ræða. Dómararnir eru spenntir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, það verður bara mannlegra og eðlilegra að menn viðurkenni ef þeir geri mistök,“ bætti Guðmundur við.

Samstarfið fer af stað eins og áður sagði eftir að EM lýkur þann 11. júlí næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.