Veður

Sól­ríkt veður á Suður- og Vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu góða veðrið um liðna helgi.
Margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu góða veðrið um liðna helgi. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir norðlæga átt, þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til þrettán með austurströndinni. Það léttir til á Suður- og Vesturlandi og má því búast við sólríku veðri þar í dag með hita átta til þrettán stig.

Á vef Veðurstofunnar segir að þó beri að nefna að horfur séu á smáskúrum allra syðst undir kvöld.

„Annað er uppi á teningnum norðaustan- og austanlands, þar er útlit fyrir skýjað veður og lítilsháttar él eða skúrir láta á sér kræla. Hiti á þessum slóðum ekki nema 0 til 5 stig.

Á morgun er búist við hægum vindi, áttin vestlæg eða breytileg. Skýjafar á landinu snýst við ef svo má segja, því útlit er fyrir þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Sunnan og vestanlands verður hins vegar skýjað og smávegis væta hér og þar. Hiti á morgun yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig.“

Spákortið fyrir klukkan 13 eins og það leit út í morgun.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Skýjað annars staðar og sums staðar dálítil væta sunnanlands. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.

Á föstudag: Gengur í norðaustan 8-13 m/s. Él norðan- og austanlands, rigning eða slydda um landið sunnanvert, en þurrt á Vesturlandi. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 7 stig með suðurströndinni.

Á laugardag: Norðaustan 5-13 og dálítil él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðaustan og austan 3-10. Skýjað um landið austanvert, en bjartviðri vestantil. Hiti frá 0 stigum í innsveitum á Austurlandi, upp í 8 stig yfir daginn á Suðvesturlandi.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt. Skýjað og úrkomulítið norðaustantil á landinu, hiti um frostmark. Þurrt og bjart sunnan- og vestanlands með hita að 9 stigum yfir daginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.