Þetta kom fram í samtali Morgan við íhaldssama sjónvarpsmanninn Tucker Carlson á Fox News en um er að ræða fyrsta viðtalið sem Morgan veitir frá því að hann var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnanda Good Morning Britain.
Ummæli Morgan í morgunþættinum, þar sem hann sakaði Markle meðal annars um lygar, vöktu mikla reiði og metfjöldi kvartaði til eftirlitsaðilans Ofcom.
„Gamlir, ungir, svartir, hvítir; gildir einu. Þeir hafa allir komið upp að mér allan daginn, alla daga,“ sagði Morgan um hinn mikla stuðning við sig.
Í viðtalinu sakaði hann Markle og Harry um óheiðarlega árás á konungsfjölskylduna.
Morgan kallaði viðtalið „hallærislegt, smekklaust, óeinlægt“ og sakaði parið um „lygar á alheimsskala“.
Þá sagðist sjónvarpsmaðurinn hafa fengið fjölda starfstilboða í kjölfar fjaðrafoksins.