Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 10:54 Piers Morgan á ferðinni í London í morgun. Getty/MWE/GC Images Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. Daginn áður hafði CBS-sjónvarpsstöðin sýnt viðtal Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, en margt af því sem kom fram í viðtalinu hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var til umræðu í Good Morning Britain á mánudagsmorgun. Þá lýsti Morgan því yfir að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu. „Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars. Í þættinum í gærmorgun ítrekaði Morgan síðan að hann ætti erfitt með að trúa Meghan. Í gærkvöldi var síðan greint frá því að Morgan hefði ákveðið að hætta í Good Morning Britain en rúmlega 41 þúsund kvartanir höfðu þá borist eftirlitsaðilanum Ofcom vegna ummæla Morgans. Morgan tísti í morgun þegar Good Morning Britain var við það að hefjast og sagðist þá standa við orð sín um Meghan. „Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína og ég stend við hana. Ef þú trúðir Meghan, allt í lagi. Tjáningarfrelsið er hæð sem ég mun glaður deyja á. Takk fyrir alla ástina og hatrið. Ég ætla nú að verja meiri tíma með skoðunum mínum,“ tísti Morgan og deildi með mynd af kvóti í Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um tjáningarfrelsið. On Monday, I said I didn t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I ve had time to reflect on this opinion, and I still don t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021 Morgan bætti síðan í þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt áðan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Daginn áður hafði CBS-sjónvarpsstöðin sýnt viðtal Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, en margt af því sem kom fram í viðtalinu hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var til umræðu í Good Morning Britain á mánudagsmorgun. Þá lýsti Morgan því yfir að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu. „Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars. Í þættinum í gærmorgun ítrekaði Morgan síðan að hann ætti erfitt með að trúa Meghan. Í gærkvöldi var síðan greint frá því að Morgan hefði ákveðið að hætta í Good Morning Britain en rúmlega 41 þúsund kvartanir höfðu þá borist eftirlitsaðilanum Ofcom vegna ummæla Morgans. Morgan tísti í morgun þegar Good Morning Britain var við það að hefjast og sagðist þá standa við orð sín um Meghan. „Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína og ég stend við hana. Ef þú trúðir Meghan, allt í lagi. Tjáningarfrelsið er hæð sem ég mun glaður deyja á. Takk fyrir alla ástina og hatrið. Ég ætla nú að verja meiri tíma með skoðunum mínum,“ tísti Morgan og deildi með mynd af kvóti í Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um tjáningarfrelsið. On Monday, I said I didn t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I ve had time to reflect on this opinion, and I still don t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021 Morgan bætti síðan í þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt áðan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira