Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 10:54 Piers Morgan á ferðinni í London í morgun. Getty/MWE/GC Images Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. Daginn áður hafði CBS-sjónvarpsstöðin sýnt viðtal Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, en margt af því sem kom fram í viðtalinu hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var til umræðu í Good Morning Britain á mánudagsmorgun. Þá lýsti Morgan því yfir að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu. „Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars. Í þættinum í gærmorgun ítrekaði Morgan síðan að hann ætti erfitt með að trúa Meghan. Í gærkvöldi var síðan greint frá því að Morgan hefði ákveðið að hætta í Good Morning Britain en rúmlega 41 þúsund kvartanir höfðu þá borist eftirlitsaðilanum Ofcom vegna ummæla Morgans. Morgan tísti í morgun þegar Good Morning Britain var við það að hefjast og sagðist þá standa við orð sín um Meghan. „Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína og ég stend við hana. Ef þú trúðir Meghan, allt í lagi. Tjáningarfrelsið er hæð sem ég mun glaður deyja á. Takk fyrir alla ástina og hatrið. Ég ætla nú að verja meiri tíma með skoðunum mínum,“ tísti Morgan og deildi með mynd af kvóti í Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um tjáningarfrelsið. On Monday, I said I didn t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I ve had time to reflect on this opinion, and I still don t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021 Morgan bætti síðan í þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt áðan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Daginn áður hafði CBS-sjónvarpsstöðin sýnt viðtal Opruh Winfrey við Meghan og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, en margt af því sem kom fram í viðtalinu hefur vakið mikla athygli. Viðtalið var til umræðu í Good Morning Britain á mánudagsmorgun. Þá lýsti Morgan því yfir að hann tryði ekki orði af því sem Meghan hefði sagt í viðtalinu. „Mér finnst þessi árás hennar á konungsfjölskylduna fyrirlitleg,“ sagði Morgan meðal annars. Í þættinum í gærmorgun ítrekaði Morgan síðan að hann ætti erfitt með að trúa Meghan. Í gærkvöldi var síðan greint frá því að Morgan hefði ákveðið að hætta í Good Morning Britain en rúmlega 41 þúsund kvartanir höfðu þá borist eftirlitsaðilanum Ofcom vegna ummæla Morgans. Morgan tísti í morgun þegar Good Morning Britain var við það að hefjast og sagðist þá standa við orð sín um Meghan. „Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína og ég stend við hana. Ef þú trúðir Meghan, allt í lagi. Tjáningarfrelsið er hæð sem ég mun glaður deyja á. Takk fyrir alla ástina og hatrið. Ég ætla nú að verja meiri tíma með skoðunum mínum,“ tísti Morgan og deildi með mynd af kvóti í Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um tjáningarfrelsið. On Monday, I said I didn t believe Meghan Markle in her Oprah interview. I ve had time to reflect on this opinion, and I still don t. If you did, OK. Freedom of speech is a hill I m happy to die on. Thanks for all the love, and hate. I m off to spend more time with my opinions. pic.twitter.com/bv6zpz4Roe— Piers Morgan (@piersmorgan) March 10, 2021 Morgan bætti síðan í þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt áðan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira