Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:48 Sharon Osbourne og Piers Morgan eru gamlir vinir. Vísir/Getty/Epa Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Morgan var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir að hann átti í orðaskiptum í þættinum um viðtal Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan Markle. Sagði Morgan meðal annars að hann tryði ekki orði af því sem Meghan sagði í viðtalinu en hún hélt því meðal annars fram að húðlitur barns hjónanna hefði verið til umræðu innan konungsfjölskyldunnar. Þá sagðist hún hafa verið afar þunglynd og íhugað sjálfsvíg en ekki fengið stuðning. Morgan var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín og metfjöldi kvartana barst fjölmiðla- og samskiptaeftirlitsstofnuninni Ofcom. Osbourne kom sjónvarpsmanninum hins vegar til varnar og tísti meðal annars að fólk ætti til að gleyma því að hann fengi borgað fyrir að viðra skoðanir sínar. . @piersmorgan I am with you. I stand by you. People forget that you’re paid for your opinion and that you’re just speaking your truth.— Sharon Osbourne (@MrsSOsbourne) March 9, 2021 Þegar annar meðstjórnenda Osbourne kom inn á tístið í þætti af The Talk sagðist síðarnefnda hafa það á tilfinningunni að það ætti að „setja sig í rafmagnsstólinn“ af því að hún ætti vin sem sumum þætti rasískur og því hlyti hún að vera rasisti. Skoraði hún á Sheryl Underwood að benda sér á rasísk ummæli sem hún hefði látið falla. „Þetta snýst ekki um rasisma með beinum orðum, heldur hvað hann felur í sér og viðbrögðin við honum,“ svaraði Underwood. Osbourne baðst síðar afsökunar en gaf í kjölfarið í skyn að sér hefði verið „fórnað“ af framleiðendum þáttanna. Hún hefur ekki tjáð sig um ákvörðun CBS að láta sig fara. The Talk fór fyrst í loftið árið 2010 og Osbourne hefur verið einn þáttastjórnenda frá upphafi. Hún og Morgan voru um tíma bæði dómarar í þættinum America's Got Talent.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54 Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41
Osbourne tekin af dagskrá vegna deilna um Morgan Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle. 15. mars 2021 22:38
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði. 10. mars 2021 10:54
Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. 9. mars 2021 19:03