Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 19:03 Morgan og Meghan voru eitt sinn vinir en sjónvarpsmaðurinn hefur sakað hertogaynjuna um að hafa lokað á sig eftir að hún fann draumaprinsinn. epa Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021 Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira