Enski boltinn

Segir Luke Shaw hafa tekið fram úr Andy Robert­son

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luke Shaw hefur staðið sig ansi vel undanfarið ár.
Luke Shaw hefur staðið sig ansi vel undanfarið ár. Ash Donelon/Getty

Owen Hargreaves segir að Luke Shaw sé besti bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar þessa vikurnar og hafi þar með tekið fram úr Andy Robertson hjá Liverpool.

Robertson hefur verið besti bakvörður enska boltans síðustu ár og hjálpaði Liverpool að verða meistari á síðustu leiktíð í fyrsta sinn í þrjátíu ár.

En nú segir Hargreaves, sem er spekingur BT Sport og fyrrum enskur landsliðsmaður, að Luke Shaw hafi tekið fram úr Robertson í baráttunni um besta bakvörð Premier League.

„Hann er besti vinstri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Hargreaves í útsendingu BT Sport eftir leik AC Milan og Manchester United í Evrópudeildinni í gær.

„Á síðasta ári var það Andy Robertson en nú er það Luke Shaw. Ef hann er heill og í standi, þá er hann einn af þeim bestu og hann hefur sýnt það.“

„Þetta hefur verið Luke Shaw og Bruno Fernandes að skipta á milli sín hver er leikmaður mánaðarins.“

„Shaw hefur verið stórkostlegur. Þegar Bruno á rólegan dag þá hefur Shaw sigið upp. Síðustu sex vikur hefur hann verið frábær.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×