Fótbolti

Drátturinn í Evrópudeild: Man. Utd og Arsenal gætu ekki mæst nema í úrslitaleiknum

Sindri Sverrisson skrifar
Paul Pogba skoraði markið sem skilaði Manchester United í 8-liða úrslitin, í 1-0 sigrinum gegn AC Milan í gær.
Paul Pogba skoraði markið sem skilaði Manchester United í 8-liða úrslitin, í 1-0 sigrinum gegn AC Milan í gær. AP/Antonio Calanni

Arsenal og Manchester United voru á meðal þeirra átta liða sem voru í skálinni þegar dregið var í 8-liða úrslit og undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag.

United-menn drógust gegn spænska liðinu Granada en Arsenal mætir Slavia Prag sem sló Glasgow Rangers út í blóðugum leik í gærkvöld.

Svona líta átta liða úrslitin út:

  • Granada - Manchester United
  • Arsenal - Slavia Prag
  • Ajax - Roma
  • Dinamo Zagreb - Villarreal

Einnig var dregið til undanúrslita og ljóst að sá möguleiki er fyrir hendi að United og Arsenal mætist í úrslitaleik keppninnar. Undanúrslitin líta svona út:

  • Manchester United/Granada - Ajax/Roma
  • Dinamo/Villarreal - Arsenal/Slavia Prag

Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram 8. og 15. apríl. Sigurliðin komast í undanúrslit sem fara fram 29. apríl og 6. maí, en úrslitaleikurinn er í Gdansk í Póllandi þann 26. maí.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Arsenal á­fram þrátt fyrir tap

Arsenal er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-1 tap á gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Arsenal vann fyrri leik liðanna í Grikklandi 3-1 og er því komið áfram. Lokatölur einvígisins 3-1 lærisveinum Mikel Arteta í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×