Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 14:49 Í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para séu ekki samkvæmt ætlun guðs. AP/Gregorio Borgia Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni. Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni.
Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira