Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:13 Piers Morgan fjölmiðlamaður var heldur ósáttur við kollega sinn í þættinum Good Morning Britain í morgun. Getty/Frazer Harrison Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira