Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:13 Piers Morgan fjölmiðlamaður var heldur ósáttur við kollega sinn í þættinum Good Morning Britain í morgun. Getty/Frazer Harrison Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira