Veður

Veðrinu stjórnað af hæðum yfir Bret­lands­eyjum og Græn­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Gera má ráð fyrir mildu veðri víðast hvar á landinu í dag. 
Gera má ráð fyrir mildu veðri víðast hvar á landinu í dag.  Vísir/Vilhelm

Í dag er spáð suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu en austan átta til þrettán við norðausturströndina. Gera má ráð fyrir dálítilli vætu með köflum en lítilsháttar slyddu eða snjókomu norðaustantil fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, bjart með köflum og milt veður. Léttir til um sunnanvert landið í kvöld.

Að sögn veðurfræðings er veðrinu í dag og á morgun að stærstum hluta stjórnað af hæð yfir Bretlandseyjum og annarri yfir Grænlandi. Þessum hæðum fylgi yfirleitt hægir vindar og bjart veður en þó séu litlar lægðarbólur á sveimi í kringum landið sem muni orsaka það að staðbundið geti vindur orðið sterkari eða einhver úrkoma fallið.

„Lægðarbólurnar munu svo grynnast og fjarlægast landið smám saman í dag og kvöld og á morgun er útlit fyrir hæga breytilega átt og bjartviðri í öllum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Spáð er breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu á morgun og bjartviðri en lítilsháttar vætu norðvestantil framundir hádegi. Þá verður vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands annað kvöld. Hiti tvö til sjö stig að deginum en kringum frostmark norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Vaxandi suðaustan átt, 8-15 m/s og rigning fyrir hádegi en þurrt á Norður- og Austurlandi til kvölds. Hiti 2 til 6 stig. Snýst í suðvestan 5-10 með slydduéljum sunnan- og vestanlands síðdegis og kólnar.

Á þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum en dálítil úrkoma við norðaustur ströndina í fyrstu. Heldur vaxandi norðaustanátt og þykknar upp suðaustantil um kvöldið. Hiti 0 til 4 stig syðst annars um frostmark.

Á miðvikudag: Norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda en snjókoma til fjalla. Úrkomuminna á Suður og Suðvesturlandi. Hiti 0 til 5 stig.

Á fimmtudag: Norðaustlæg átt og skúrir eða él en skýjað með köflum og þurrt á Suður og Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðaustanátt og él norðan og austanlands en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Heldur kólnandi í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.