Búast við mikilli aukningu fjárútláta til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 15:46 Kínverskir hermenn í skrúðgöngu. EPA/PAVEL GOLOVKIN Sérfræðingar búast við því að ráðamenn í Kína muni tilkynna töluverða hækkun á fjárútlátum til varnarmála í upphafi nýs þings í næsta mánuði. Hækkunin í fyrra var 6,6 prósent, sem var sú lægsta í áratugi. Þá var Kína i efnahagslegum vandræðum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hagkerfi Kína hefur verið að gefa í aftur og þar að auki hefur þrýstingur á ríkið aukist til muna. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, gert ljóst að Bandaríkin ætli sér að standa í vegi Kína og auknum áhrifum þeirra og hernaðaruppbyggingu í Kyrrahafinu og Asíu. Með það í huga, auk annarra ástæðna, búast sérfræðingar við að hækkunin verði há núna. Einn viðmælanda Reuters fréttaveitunnar segir öryggisástand Kína ekki hafa verið jafn alvarlegt síðan í Kóreustríðinu. Sá heitir Ni Lexiong og er fyrrverandi prófessor við Stjórnmála- og lögfræðiháskóla Sjanghæ. Hann vísaði til siglinga bandarískra herskipa og flugmóðurskipa undan ströndum Kína, franskra herskipa og kafbáta í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til, og vopnasölu Bandaríkjanna til Kína. Ni sagði einnig að það hefði aldrei verið jafn áríðandi fyrir Kína að taka Taívan með hervaldi. Þess vegna spáir hann verulegri aukningu til varnarmála í Kína. Yfirlýst fjárútlát Kína til varnarmála árið 2019 var 174 milljarðar dala, eða um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt frétt Reuters. Greinendur og sérfræðingar segja raunverulega upphæð vera mun hærri en það og allt að 261 milljarði. Árið 2019 vörðu Bandaríkin 732 milljörðum dala til varnarmála, eða um 3,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Yfirvöldum í Kína hefur tekist að nútímavæða herafla landsins hratt á undanförnum árum. Þá hefur það verið gert tiltölulega ódýrt þar sem ríkið hefur sleppt töluverðum kostnaði við rannsóknir og þróunarvinnu. Samhliða þessu hefur tiltrú ráðamanna á getu heraflans aukist verulega. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Sjá meira
Þá var Kína i efnahagslegum vandræðum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hagkerfi Kína hefur verið að gefa í aftur og þar að auki hefur þrýstingur á ríkið aukist til muna. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, gert ljóst að Bandaríkin ætli sér að standa í vegi Kína og auknum áhrifum þeirra og hernaðaruppbyggingu í Kyrrahafinu og Asíu. Með það í huga, auk annarra ástæðna, búast sérfræðingar við að hækkunin verði há núna. Einn viðmælanda Reuters fréttaveitunnar segir öryggisástand Kína ekki hafa verið jafn alvarlegt síðan í Kóreustríðinu. Sá heitir Ni Lexiong og er fyrrverandi prófessor við Stjórnmála- og lögfræðiháskóla Sjanghæ. Hann vísaði til siglinga bandarískra herskipa og flugmóðurskipa undan ströndum Kína, franskra herskipa og kafbáta í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til, og vopnasölu Bandaríkjanna til Kína. Ni sagði einnig að það hefði aldrei verið jafn áríðandi fyrir Kína að taka Taívan með hervaldi. Þess vegna spáir hann verulegri aukningu til varnarmála í Kína. Yfirlýst fjárútlát Kína til varnarmála árið 2019 var 174 milljarðar dala, eða um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt frétt Reuters. Greinendur og sérfræðingar segja raunverulega upphæð vera mun hærri en það og allt að 261 milljarði. Árið 2019 vörðu Bandaríkin 732 milljörðum dala til varnarmála, eða um 3,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Yfirvöldum í Kína hefur tekist að nútímavæða herafla landsins hratt á undanförnum árum. Þá hefur það verið gert tiltölulega ódýrt þar sem ríkið hefur sleppt töluverðum kostnaði við rannsóknir og þróunarvinnu. Samhliða þessu hefur tiltrú ráðamanna á getu heraflans aukist verulega.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Sjá meira
Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00
Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21
Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52