Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 11:52 Kínverjar á netinu. AP/Andy Wong Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum. Kína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum.
Kína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira