Enski boltinn

Faðir Alissons hjá Liverpool drukknaði í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker hefur verið lykilmaður hjá Liverpool síðan að hann kom til félagsins.
Alisson Becker hefur verið lykilmaður hjá Liverpool síðan að hann kom til félagsins. Getty/Robbie Jay Barratt

Alisson Becker, markvörður Englandsmeistara Liverpool, fékk hræðilega fréttir frá heimalandi sínu í gær.

Jose Becker, faðir Alisson, drukknaði í vatni nálægt sumarhúsi sínu í suðurhluta Brasilíu.

Jose var 57 ára gamall og hafði verið að synda í uppistöðulóni sem er nálægt bænum Rincao do Inferno. Það barst tilkynning um klukkan fimm um eftirmiðdaginn að hans væri saknað.

Slökkviliðið á svæðinu sendi lið til að leita að honum og líkið fannst rétt fyrir miðnætti. Það er enginn grunur um eitthvað saknæmt heldur var hér aðeins um slys að ræða.

Alisson kom til Liverpool árið 2018 frá Roma og var valinn markvörður ársins hjá FIFA fyrir árið 2019. Yngri bróðir hans er markvörður hjá brasilíska félaginu Fluminense.

Internacional, lið sem báðir bræðurnir léku með, sagði frá fráfalli föður þeirra.

Næsti leikur Liverpool er á móti Sheffield United á Bramall Lane á sunnudaginn en ekkert er vitað um það hvort Alisson verði með í þeim leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.