Veður

Breyti­leg átt og rigning, slydda eða snjó­koma

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að dragi úr úrkomu síðdegis.
Búist er við að dragi úr úrkomu síðdegis. Vísir/Vilhelm

Spáð er breytilegri átt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, og rigningu, slyddu eða snjókomu. Hiti verður um eða yfir frostmarki.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Búist er við að dragi úr úrkomu síðdegis, og stytti jafnframt upp á norðaustanverðu landinu.

„Áfram hægur vindur í fyrramálið og lítilsháttar skúrir eða él, en eftir hádegi á morgun verður úrkomulaust að kalla á landinu og það birtir víða til. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en vægt frost fyrir norðan. Annað kvöld er síðan útlit fyrir að það frysti um allt land,“ segir í tilkynningunni.

Óvissustig vegna ofanflóðahættu erí gildi á Austurlandi, en samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðasérfræðingi á Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningu um ofanflóð.

Spákortið fyrir hádegið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan 3-10 m/s og yfirleitt þurrt, en stöku skúrir eða él við suður- og austurströndina. Bætir heldur í vind síðdegis. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag: Norðaustan 8-15 og rigning eða slydda með köflum, en suðaustanátt síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt og bjart veður vestantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt og þurrt að kalla, en víða dálitlar skúrir eða él við ströndina. Hiti um og yfir frostmarki.

Á þriðjudag: Útlit fyrir austlæga átt með vætu í flestum landshlutum. Heldur hlýnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×