Enski boltinn

Markalaust í nágrannaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Ekkert mark var skorað þegar Lundúnarliðin West Ham United og Fulham áttust við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

West Ham, undir stjórn David Moyes, hefur verið á miklu flugi að undanförnu og hefði með sigri getað lyft sér upp fyrir Englandsmeistara Liverpool í 4.sæti deildarinnar.

Nýliðar Fulham hins vegar í fallsæti og voru sjö stigum frá öruggu sæti þegar kom að leiknum í kvöld.

Þrátt fyrir að leggja allt í sölurnar tókst heimamönnum ekki að finna leið í gegnum þétt lið gestanna og fór að lokum svo að liðin skiptust á jafnan hlut, lokatölur 0-0.

West Ham varð þó fyrir áfalli í uppbótartíma þegar tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek fékk að líta beint rautt spjald eftir að Mike Dean, dómari leiksins, hafði skoðað atvik milli Tékkans og Aleksandar Mitrovic í VAR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×