Veður

Hæð norður af Jan Mayen heldur lægðunum fjarri

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirleitt hægari vindar fyrir norðan í dag, bjartviðri og talsvert frost, einkum í innsveitum.
Yfirleitt hægari vindar fyrir norðan í dag, bjartviðri og talsvert frost, einkum í innsveitum. Vísir/Tryggvi Páll

Öflug hæð norður af Jan Mayen stjórnar veðrinu næstu daga og heldur lægðunum fjarri landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á Grænlandshafi sé þó lægðardrag, sem þokist nær vesturströndinni og gæti því snjóað frá því um tíma á Snæfellsnesi og Vestfjörðum í nótt og fram undir hádegi á morgun.

Annars ákveðin suðaustlæg átt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu, en fimmtán til 23 metrar á Snæfellsnesi, og stöku él sunnan og vestan til með hita kringum frostmark. Yfirleitt hægari vindar fyrir norðan, bjartviðri og talsvert frost, einkum í innsveitum.

Spákortið fyrir hádegið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 10-18 m/s, hvassast við SV-ströndina, en sums staðar hægari eystra. Víða lítilsháttar él og líkur á snjókomu um tíma við V-ströndina, en yfirleitt bjartviðri fyrir norðan. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA til, en frostlaust við S- og V-ströndina.

Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst og skýjað með köflum, en dálítil él S- og A-lands. Frost yfirleitt 1 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með éljum á víð og dreif og kólnandi veður.

Á miðvikudag: Líklega hægir vindar, víða léttskýjað og talsvert frost.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×