Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 23:00 Ralph Hasenhüttl var alveg ráðalaus er hann horfði á lið sitt tapa í kvöld. Matt Watson/Getty Images Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. Um er að ræða annað 9-0 tap Southampton undir stjórn Hasenhüttl, það fyrra kom gegn Leicester City 25. október 2019. „Manni færri eftir þrjár mínútur gegn þessum andstæðingi, ég óska Manchester United til hamingju. Þeir létu okkur vinna og hættu ekki að skora. Síðara rauða spjaldið var mest svekkjandi, við eigum ekki fleiri leikmenn,“ sagði Hasenhüttl eftir leik. Þarna er Austurríkismaðurinn að vitna í þá Alexandre Jankewitz – sem var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni – og Jan Bednarek. Báðir fengu rauð spjöld í kvöld. Þá eru tíu leikmenn liðsins á meiðslalista sem stendur. Jan Bednarek vs. Manchester United: 34 Scores an own-goal 83 Gives away a penalty 86 Gets sent off A hat-trick to forget. pic.twitter.com/SVnxVrArtl— Squawka News (@SquawkaNews) February 2, 2021 „Bednarek virðist ekki drepa hann [Anthony Martial, framherja Man Utd] en ég vil ekki tala um dómara leiksins. Í síðustu viku var hann myndbandsdómarinn okkar og setti mark sitt á leikinn. Þetta var heimskulegt brot hjá unga stráknum – Jankewitz – og drap allt hjá okkur.“ „Við komum hingað með tvo markverði á bekknum. Ég vildi gefa nokkrum af ungu strákunum tækifæri til að sýna sig og sanna. Þegar ég sé hvað er að eiga sér stað er betra að kippa þeim af velli þar sem 0-9 eru ekki góð úrslit í fyrsta leik.“ „Við reyndum að halda markinu okkar hreinu í síðari hálfleik en með níu menn á vellinum var of auðvelt fyrir þá að skora. Hvað get ég sagt? Þetta var skelfilegt en við stóðum saman eftir að tapa 9-0 síðast og við getum gert það aftur. Ég sagði á þeim tíma að við mættum ekki gera þetta aftur en hér erum við og við verðum að taka því,“ sagði Hasenhüttl að lokum. 25th October 2019 @SouthamptonFC 0-9 @LCFC 2nd February 2021 @ManUtd 9-0 @SouthamptonFC History repeats itself for Ralph Hasenhüttl s team. pic.twitter.com/TP7BpfuEtg— SPORF (@Sporf) February 2, 2021 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Um er að ræða annað 9-0 tap Southampton undir stjórn Hasenhüttl, það fyrra kom gegn Leicester City 25. október 2019. „Manni færri eftir þrjár mínútur gegn þessum andstæðingi, ég óska Manchester United til hamingju. Þeir létu okkur vinna og hættu ekki að skora. Síðara rauða spjaldið var mest svekkjandi, við eigum ekki fleiri leikmenn,“ sagði Hasenhüttl eftir leik. Þarna er Austurríkismaðurinn að vitna í þá Alexandre Jankewitz – sem var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni – og Jan Bednarek. Báðir fengu rauð spjöld í kvöld. Þá eru tíu leikmenn liðsins á meiðslalista sem stendur. Jan Bednarek vs. Manchester United: 34 Scores an own-goal 83 Gives away a penalty 86 Gets sent off A hat-trick to forget. pic.twitter.com/SVnxVrArtl— Squawka News (@SquawkaNews) February 2, 2021 „Bednarek virðist ekki drepa hann [Anthony Martial, framherja Man Utd] en ég vil ekki tala um dómara leiksins. Í síðustu viku var hann myndbandsdómarinn okkar og setti mark sitt á leikinn. Þetta var heimskulegt brot hjá unga stráknum – Jankewitz – og drap allt hjá okkur.“ „Við komum hingað með tvo markverði á bekknum. Ég vildi gefa nokkrum af ungu strákunum tækifæri til að sýna sig og sanna. Þegar ég sé hvað er að eiga sér stað er betra að kippa þeim af velli þar sem 0-9 eru ekki góð úrslit í fyrsta leik.“ „Við reyndum að halda markinu okkar hreinu í síðari hálfleik en með níu menn á vellinum var of auðvelt fyrir þá að skora. Hvað get ég sagt? Þetta var skelfilegt en við stóðum saman eftir að tapa 9-0 síðast og við getum gert það aftur. Ég sagði á þeim tíma að við mættum ekki gera þetta aftur en hér erum við og við verðum að taka því,“ sagði Hasenhüttl að lokum. 25th October 2019 @SouthamptonFC 0-9 @LCFC 2nd February 2021 @ManUtd 9-0 @SouthamptonFC History repeats itself for Ralph Hasenhüttl s team. pic.twitter.com/TP7BpfuEtg— SPORF (@Sporf) February 2, 2021
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05