Moderna vill fjölga skömmtum í hverju glasi til að auka framleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 14:03 Geyma þarf bóluefni Moderna við um 20 gráðu frost. Charlie Riedel/AP Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna vill fjölga þeim skömmtum sem fást úr hverju hettuglasi af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Með þessu hyggst Moderna auka framleiðslugetu sína sem nálgast nú milljón bóluefnaskammta á dag. Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34
Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54