Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 10:09 Donald Trump, forseti, lætur af embætti á miðvikudaginn. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“