Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 13:38 Biden tekur við embætti forseta næsta miðvikudag. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57
Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent