Enski boltinn

Maguire segir að United hefði átt sigurinn skilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire hafði góðar gætur á Roberto Firmino í dag.
Harry Maguire hafði góðar gætur á Roberto Firmino í dag. Paul Ellis/Getty

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að United hafi átt stigin þrjú skilið gegn Liverpool á útivelli í stórleik umferðarinnar í enska boltanum.

Liverpool og United gerðu markalaust jafntefli í dag en leikurinn var stál í stál. Maguire sá þó möguleika á því að United hefði getað tekið stigin þrjú.

„Þeir byrjuðu betur en í síðari hálfleik komumst við betur inn í leikinn. Við sköpuðum bestu færin og á öðrum degi hefðum við unnið,“ sagði Harry Maguire við Sky Sports.

„Þetta voru tvö góð lið gegn hvort öðru. Við opnuðum þá og sköpuðum tvö frábær færi en það voru frábærar markvörslur.“

Fabinho og Jordan Henderson byrjuðu í miðri vörn Liverpool og Maguire segir að það sé ekki slakt miðvarðarpar.

„Það hefur verið mikið talað um miðvarðar vandræði Liverpool en þeir eru með frábæra tölfræði frá meiðslunum. Þeir eru með nóg af möguleikum.“

„Við vildum vinna og þú gast séð það á okkur í síðari hálfleik að við vildum þrjú stig. Við erum smá svekktir en þetta er erfiður staður að koma á.“

„Þú getur séð á þessari frammistöðu samanborið við þá á síðustu leiktíð að þá vorum við ekki nægilega hugrakkir og ofurvarkárir,“ sagði Maguire.


Tengdar fréttir

Ekki gerst hjá Liverpool í fjögur ár

Liverpool gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið Manchester United. Liverpool er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum.

Markalaust á Anfield

Staðan er eins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Anfield í kvöld er erkifjendurnir mættust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×