Vandræðalaust hjá Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Werner þakkar Havertz fyrir stoðsendinguna en báðir komust þeir á blað í dag.
Werner þakkar Havertz fyrir stoðsendinguna en báðir komust þeir á blað í dag. Darren Walsh/

Chelsea lenti í engum vandræðum gegn D-deildarliðinu Morecambe. Lokatölur 4-0. Þrátt fyrir muninn á liðunum stillti Frank Lampard, stjóri Chelsea, upp afar sterku liði en lítið hefur gengið hjá Chelsea að undanförnu.

Það voru hins vegar gestirnir sem áttu fyrsta alvöru skotið. Cole Stockton átti þrumuskot sem Kepa Arrizabalaga lenti í smá vandræðum með en hann slapp skrekkinn.

Mason Mount kom Chelsea yfir á átjándu mínútu með þrumuskoti og Timo Werner endaði markaþurrð sína með marki einni mínútu fyrir hálfleik eftir skalla Kai Havertz.

Þriðja mark Chelsea í leiknum skoraði Callum Hudson-Odoi á 49. mínútu og Kai Havertz bætti við fjórða markinu sjö mínútum fyrir leikslok.

Þrátt fyrir að það væri nánast leikið á eitt mark náði Chelsea ekki að skora fleiri mörk og lokatölur 4-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira