Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 14:53 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Marc Israel Sellem Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. „Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira