Erlent

Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin er tekin á flugvellinum í Wuhan í apríl í fyrra.
Myndin er tekin á flugvellinum í Wuhan í apríl í fyrra. Vísir/Getty

Vísindamönnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur verið neitað um inngöngu í Kína en fólkið var á leið þangað til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í kínversku borginni Wuhan.

Tveir úr hópnum voru fyrstir á staðinn en þegar til kastanna kom fengu þeir ekki inngöngu í landið sökum skorts á vegabréfaáritunum, að því er stofnunin segir.

Rannsóknin á upptökum faraldursins hefur lengi staðið til og átti hún að vera gerð með vitund og vilja kínverskra yfirvalda í Beijing, en þar á bæ sættust menn á rannsóknina eftir margra mánaða samningaviðræður.

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Ghebreyyesus, hefur þegar tjáð sig um málið og lýst vonbrigðum með að vísindamennirnir hafi ekki fengið inngöngu í landi.

Hann segir þó á Kínverjar hafi lofað sér að málið verði leyst á allra næstu dögum. Alls er um tíu manna sérfræðingateymi að ræða.


Tengdar fréttir

Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19

Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera.

Rannsakendur WHO á leið til Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.

Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19

Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.