Enski boltinn

Everton íhugar að bjóða Gylfa nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi hefur spilað sig í náðina hjá Carlo Ancelotti, stjóra Everton.
Gylfi hefur spilað sig í náðina hjá Carlo Ancelotti, stjóra Everton. Jon Super/Getty

Everton íhugar að bjóða íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni nýjan samning. Núverandi samningur hans rennur út sumarið 2022.

Gylfi var keyptur til félagsins á 40 milljónir punda frá Swansea árið 2017 en eftir komu James Rodriguez fækkuðu tækifærum Gylfa.

Hann náði þó að vinna sig inn í liðið og var frábær í desembermánuði. Hann byrjaði fimm leiki í röð og skoraði í þeim tvö mörk auk þess að leggja upp eitt.

Daily Mail greinir nú frá því að Everton íhugi að bjóða Gylfa nýjan samning. Hann er talinn þéna 850 milljónir á ári.

Í samtali við Liverpool Echo segir Gylfa njóta sín undir stjórn Ancelotti. Hann segir hann frábæran þjálfara maður á mann og að það sé frábært að vera í kringum hann.

Gylfi segir einnig að Anceloti hafi ekki gert margar breytingar á Everton eftir að hann kom til félagsins, heldur gert litlar breytingar hér og þar.

Gylfi hefur skorað 21 mark og lagt upp fjórtán önnur í þeim 115 leikjum sem hann hefur spilað í búningi Everton.

Næsti leikur Everton er gegn Rotherham í enska bikarnum á laugardaginn en reiknað er með að Gylfi verði hvíldur í þeim leik eftir að hafa spilað nær allar mínútur Everton að undanförnu.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×