Heldur upp á hundrað ára afmæli og hefur safnað tæpum sex milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 12:05 Moore var gerður að heiðurs-ofursta í morgun. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bretlands Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16
Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09
Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35