Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 22:09 Tom er nú búinn að tíuþúsundfalda þá upphæð sem hann stefndi að í fyrstu. Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira