Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 12:35 Tom Moore er 99 ára gamall og vildi upprunalega safna þúsund pundum. Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok mánaðarins. Samhliða því ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands en hann hefur þó safnað vel á sjö milljónum punda. Söfnunarsíða Moore hrundi um tíma vegna þess hve margir vildu heita á hann. Á meðan þessi grein var skrifuð hækkaði upphæðin sem Moore hefur safnað um rúmlega tvö hundruð þúsund pund. Sjálfur segir Moore, sem notast við göngugrind, að heilbrigðisstarfsmenn eigi hvert penní skilið. Dóttir hans sagði BBC, þegar söfnunin náði fjórum milljónum punda að hún hefði farið fram úr þeirra björtustu vonum. Þau hafi í fyrstu talið að þúsund pund væru of mikið. „Það sem breskur almenningur hefur gert fyrir hann er að gefa honum nýjan tilgang. Ég held að hann muni halda áfram þar til honum verði skipað að hætta,“ sagði Hannah Inghram-Moore. Hann hefur sagt að hann vilji klára fyrstu hundrað ferðirnar og fara svo hundrað til viðbótar. Þúsund pund samsvara um 180 þúsund krónum. 6,5 milljónir punda samsvara um 1,1 milljarði króna. Uppfært 14:30 Moore hefur nú safnað rúmlega 7,3 milljónum punda, sem samsvarar um 1,3 milljarði króna. Hraðinn á söfnuninni hefur verið gífurlegur en hún náði fyrst milljón punda í gærmorgun. Hér má sjá myndband af Moore sem birt var í síðustu viku. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok mánaðarins. Samhliða því ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands en hann hefur þó safnað vel á sjö milljónum punda. Söfnunarsíða Moore hrundi um tíma vegna þess hve margir vildu heita á hann. Á meðan þessi grein var skrifuð hækkaði upphæðin sem Moore hefur safnað um rúmlega tvö hundruð þúsund pund. Sjálfur segir Moore, sem notast við göngugrind, að heilbrigðisstarfsmenn eigi hvert penní skilið. Dóttir hans sagði BBC, þegar söfnunin náði fjórum milljónum punda að hún hefði farið fram úr þeirra björtustu vonum. Þau hafi í fyrstu talið að þúsund pund væru of mikið. „Það sem breskur almenningur hefur gert fyrir hann er að gefa honum nýjan tilgang. Ég held að hann muni halda áfram þar til honum verði skipað að hætta,“ sagði Hannah Inghram-Moore. Hann hefur sagt að hann vilji klára fyrstu hundrað ferðirnar og fara svo hundrað til viðbótar. Þúsund pund samsvara um 180 þúsund krónum. 6,5 milljónir punda samsvara um 1,1 milljarði króna. Uppfært 14:30 Moore hefur nú safnað rúmlega 7,3 milljónum punda, sem samsvarar um 1,3 milljarði króna. Hraðinn á söfnuninni hefur verið gífurlegur en hún náði fyrst milljón punda í gærmorgun. Hér má sjá myndband af Moore sem birt var í síðustu viku.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira