De Ligt vakti mikla athygli á tímabilinu er hann var einn lykilmaður í liði Ajax sem fór alla leið í undanúrslitin í Meistaradeildinni og var tvöfaldur meistari í Hollandi.
Frenkie de Jong, samherji De Ligt hjá Ajax á síðustu leiktíð, er genginn í raðir Barcelona og héldu margir að Hollendingarnir myndu báðir leika þar á næstu leiktíð.
Matthijs De Ligt is very close to joining Manchester United. It’s not quite complete yet but the offer he’s received is said to be ‘irresistible’. (Source: RAC1) pic.twitter.com/xrZmVEF0r7
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 25, 2019
Nú greinir RAC1 útvarpsstöðin að nú sé Manchester United líklegasti áfangastaður De Ljigt en tilboðið frá United á að vera ansi myndarlegt.
Varnarleikur United var ekki upp á marga fiska á síðustu leiktíð og er því Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, að leita að leikmönnum sem styrkja United-liðið.