Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 10:03 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum. Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum.
Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44