Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2020 08:32 Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk. Bandaríski ræðismaðurinn fær inni í þessari byggingu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05