Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2020 08:32 Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk. Bandaríski ræðismaðurinn fær inni í þessari byggingu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05