Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 20:56 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, í miðið. Myndina birti Landsstjórn Grænlands í dag með fréttatilkynningu um fjárstuðning Bandaríkjastjórnar en hún var tekin síðastliðið haust í Nuuk í heimsókn bandaríska sendiherrans til Grænlands. Mynd/Naalakkersuisut. Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2: Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Sjá meira
Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Þessi aðgerð Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, hún er sögð ögrandi og til þess gerð að reka fleyg í ríkjasambandið. Í fréttatilkynningu grænlenskra stjórnvalda segir að Bandaríkin séu að horfa til sviða sem gagnist efnahagsuppbyggingu Grænlands, þar á meðal námaiðnaðar, ferðaþjónustu og menntunar. Verkefni verði valin í nánu samstarfi við Landsstjórn Grænlands en samkvæmt ráðgjöf bandarískra sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Haft er eftir Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, að það taki tíma að þróa nánari tengsl við önnur lönd. „En þessar góðu fréttir staðfesta að vinna okkar við að byggja upp uppbyggilegt samband við Bandaríkin ber ávöxt. Það er jákvætt að aukið samstarf Grænlands og Bandaríkjanna endurspeglast í áþreifanlegum árangri í formi fjárstuðnings til verkefna á Grænlandi," segir Kielsen. Fjárhagsstuðningur Bandaríkjamanna hefur valdið uppnámi í Danmörku í dag. „Þeir hafa klárlega farið yfir strikið,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Karsten Hønge, þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, sem á aðild að dönsku ríkisstjórninni. „Það hefur aldrei gerst áður að svo náinn bandamaður reyni að reka fleyg milli Grænlands og Danmerkur með þessum hætti,“ sagði Karsten Hønge. Søren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, kallar þetta móðgun við bæði Grænland og Danmörku. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, fagnaði hins vegar fjárstyrk Bandaríkjastjórnar. Það væri vilji dönsku stjórnarinnar að aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum og Grænlandi kæmi grænlensku samfélagi til góða. Danskir fjölmiðlar hafa meðal annars rifjað upp að innan við tvö ár eru frá því danska ríkisstjórnin veitti Grænlendingum umtalsverðan fjárhagsstuðning til flugvallagerðar. Sjá einnig hér: Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænland komst í heimsfréttirnar síðastliðið sumar þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir vilja sínum til að kaupa Grænland. Þá fékk hann þetta svar frá Kim Kielsen í fréttum Stöðvar 2:
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05