Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 09:47 Kínversk stjórnvöld vilja ekki að uppruni kórónuveirunnar sé rannsakaður. Hér sést Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína. LI XUEREN/EPA Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu. Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu.
Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira