Erlent

Fyrstu sjálfboðaliðarnir sprautaðir af bóluefni í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir sjálfboðaliðar voru sprautaðir í dag.
Tveir sjálfboðaliðar voru sprautaðir í dag. AP/Oxford

Vísindamenn við Oxford háskólann í Bretlandi gáfu í dag sjálfboðaliðum tilraunabóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Vonast er til þess að prófa bóluefnið á hundruð manna og sjá hvort það sé öruggt og hvort það virkar. Tveir voru sprautaðir í dag og stendur til að sprauta 800 manns áður en tilrauninni lýkur.

Helmingur þeirra sem verða sprautaðir fá bóluefnið sem verið er að prófa og hinn helmingurinn fær annað bóluefni sem veldur sambærilegum aukaverkunum eins og lágum hita. Þátttakendur fá ekki að vita hvort bóluefnið þeir fá.

Samkvæmt frétt BBC hefur bóluefnið verið í þróun í tæpa þrjá mánuði en forsvarsmenn verkefnisins segjast bjartsýnir á að það muni virka. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir á næstu mánuðum.

Sjá einnig: Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins

Sama teymi vísindamanna hafði áður þróað bóluefni gegn Mers-veirunni, sem er einnig kórónuveira, með góðum árangri.

Bóluefnið var þróað með því að taka prótein úr kórónuveirunni og setja það í aðra skaðlausa veiru. Því er svo sprautað í fólk og eiga ónæmiskerfi þeirra þá að mynda mótefni gegn nýju kórónuveirunni.

Verið er að prófa bóluefni víðsvegar um heiminn. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja sérfræðingar þó að þó fyrstu tilraunirnar færu vel, væri minnst ár í að bóluefni gæti verið tekið í almenna notkun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×