Myndbandaðstoðardómarar, VAR eða VARsjáin hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga og vikur.
Mörg afar tæp mörk hafa verið dæmd af liðum í ensku úrvalsdeildinni þar sem ýmist handarkriki eða smá brot af ristinni er fyrir innan.
Þetta mun væntanlega halda áfram árið 2020 ef marka má atvik sem gerðist í leik Burnley og Aston Villa í dag.
Is this the worst VAR offside decision yet?
— MailOnline Sport (@MailSport) January 1, 2020
Fans bewildered as Jack Grealish's goal for Aston Villa is ruled out because of Wesley's HEEL being in an offside positionhttps://t.co/hDpaXRJcw9pic.twitter.com/bsbEl7UvMd
Jack Grealish virtist þá vera að koma Villa yfir með skallamarki en eftir skoðun í VARsjánni kom í ljós að í aðdraganda marksins var hæll Wesley fyrir innan.
Margir hafa lýst undrun sinni á þessari ákvörðun fyrr í dag og einn þeirra er þáttarstjórnandinn Gary Lineker.
What fresh hell is this? https://t.co/5s6S6aKFKU
— Gary Lineker (@GaryLineker) January 1, 2020
Sem betur fer fyrir Aston Villa kom þetta ekki að sök því þeir unnu mikilvægan 2-0 sigur og komast upp úr fallsæti með sigrinum.