Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 07:44 Duncan Laurence flytur sigurlagið í Eurovision á sviðinu í Tel Aviv í Ísrael í maí í fyrra. Vísir/getty Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45