„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 21:00 Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, er ekki tilbúinn að ræða stöðuna á Ólympíuleikunum í sumar. Getty/ Asahi Shimbun Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira