Erlent

Ná sam­komu­lagi um björgunar­pakka

Atli Ísleifsson skrifar
Mitch McConnell er leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Mitch McConnell er leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. EPA

Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins.

Aðstoðin nemur tveimur billjónum Bandaríkjadala, eða tvö þúsund milljörðum dala, og á að nýta til að aðstoða almenning, fyrirtæki og heilbrigðiskerfið við að komast í gegnum skaflinn.

Það tók stjórnmálamennina nokkra daga að komast að samkomulagi og enn á eftir að greina frá smáatriðum frumvarpsins.

„Loksins, þá höfum við náð samkomulagi,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, þar sem hann sagði stjórnvöld nú vera að fjárfesta í þjóðinni líkt og um á stríðstímum væri að ræða.

Öldungadeildin og fulltrúadeildin þurfa enn að samþykkja björgunarpakkann áður en en frumvarpið verður sent Donald Trump Bandaríkjaforseta til undirritunar.

Alls hafa um 55 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum og eru 784 dauðsföll rakin til kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.


Tengdar fréttir

Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað

Sex af sjö ábatasömustu klúbbum og hótelum Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins á undanförnum dögum. Forsetinn hefur síðan þá byrjað að ýja að því að slakað verði á samfélagslegum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar.

New York kallar eftir hjálp

Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×