New York kallar eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 23:12 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Smituðum fjölgar hratt í New York í Bandaríkjunum en rúmlega 300 manns hafa látið lífið í ríkinu vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Búist er við því að allt að 140 þúsund smitist á næstu vikum og að heilbrigðiskerfi ríkisins muni ekki ráða við það. Rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og tæplega helmingur þeirra í New York. Cuomo sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki hefði tekist að teygja úr kúrvunni, eins og það er kallað, og að hápunkturinn yrði hærri en gert hefði verið ráð fyrir og honum yrði náð fyrr en áætlað væri. „Við þurfum hjálp ríkisstjórnarinnar og við þurfum hana strax,“ sagði Cuomo. Ríkisstjórinn sagði einnig að fjöldi smitaðra væri nú að tvöfaldast á hverjum þremur dögum. Borginni New York hefur svo gott sem verið lokað og samkvæmt könnun sem New York Times vitnar í, hefur einn af hverjum þremur misst vinnu vegna faraldursins eða býr með aðila sem misst hefur vinnu. Þá hefur Hvíta húsið tilkynnt að hver sá sem fari frá New York skuli fara í tveggja vikna sóttkví. Cuomo vandaði ríkisstjórn Donald Trump ekki kveðjurnar á fundinum í kvöld og þá sérstaklega það að New York hefði einungis fengið 400 öndunarvélar frá alríkinu. Þörf væri á um 30 þúsund vélum en í dag væru þær einungis um sjö þúsund. Trump ítrekaði í kvöld að hann vildi létta á takmörkunum í Bandaríkjunum til að verja efnahag ríkisins. Sagðist hann vilja gera það fyrir páska, eða á þremur vikum. Hann hefur sagt að lækningin megi ekki vera verri en sjúkdómurinn og aðrir íhaldsmenn halda því fram að efnahagslegur óstöðugleiki muni til lengri tíma kosta fleiri líf en kórónuveiran. „Yrði það ekki frábært að hafa allar kirkjurnar fullar,“ sagði Trump í umræðuþætti Fox News. „Kirkjur víðsvegar um landið verða fullar.“ Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump sagði í kvöld að ekki væri hægt að loka Bandaríkjunum. Hann gaf einnig í skyn að ríkisstjórn hans myndu ekki hjálpa tilteknum ríkjum ef ríkisstjórar þeirra væru ekki almennilegir við hann. „Því fyrr sem við hættum þessu, því betra.“ Sérfræðingar segja að það að fella niður takmarkanir og samkomubönn fyrir páska myndi hafa slæmar afleiðingar. Cuomo virtist sammála þeim, því á blaðamannafundinum í dag sagði hann ekki hægt að setja verðmiða á mannslíf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54 250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Smituðum fjölgar hratt í New York í Bandaríkjunum en rúmlega 300 manns hafa látið lífið í ríkinu vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Búist er við því að allt að 140 þúsund smitist á næstu vikum og að heilbrigðiskerfi ríkisins muni ekki ráða við það. Rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og tæplega helmingur þeirra í New York. Cuomo sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki hefði tekist að teygja úr kúrvunni, eins og það er kallað, og að hápunkturinn yrði hærri en gert hefði verið ráð fyrir og honum yrði náð fyrr en áætlað væri. „Við þurfum hjálp ríkisstjórnarinnar og við þurfum hana strax,“ sagði Cuomo. Ríkisstjórinn sagði einnig að fjöldi smitaðra væri nú að tvöfaldast á hverjum þremur dögum. Borginni New York hefur svo gott sem verið lokað og samkvæmt könnun sem New York Times vitnar í, hefur einn af hverjum þremur misst vinnu vegna faraldursins eða býr með aðila sem misst hefur vinnu. Þá hefur Hvíta húsið tilkynnt að hver sá sem fari frá New York skuli fara í tveggja vikna sóttkví. Cuomo vandaði ríkisstjórn Donald Trump ekki kveðjurnar á fundinum í kvöld og þá sérstaklega það að New York hefði einungis fengið 400 öndunarvélar frá alríkinu. Þörf væri á um 30 þúsund vélum en í dag væru þær einungis um sjö þúsund. Trump ítrekaði í kvöld að hann vildi létta á takmörkunum í Bandaríkjunum til að verja efnahag ríkisins. Sagðist hann vilja gera það fyrir páska, eða á þremur vikum. Hann hefur sagt að lækningin megi ekki vera verri en sjúkdómurinn og aðrir íhaldsmenn halda því fram að efnahagslegur óstöðugleiki muni til lengri tíma kosta fleiri líf en kórónuveiran. „Yrði það ekki frábært að hafa allar kirkjurnar fullar,“ sagði Trump í umræðuþætti Fox News. „Kirkjur víðsvegar um landið verða fullar.“ Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump sagði í kvöld að ekki væri hægt að loka Bandaríkjunum. Hann gaf einnig í skyn að ríkisstjórn hans myndu ekki hjálpa tilteknum ríkjum ef ríkisstjórar þeirra væru ekki almennilegir við hann. „Því fyrr sem við hættum þessu, því betra.“ Sérfræðingar segja að það að fella niður takmarkanir og samkomubönn fyrir páska myndi hafa slæmar afleiðingar. Cuomo virtist sammála þeim, því á blaðamannafundinum í dag sagði hann ekki hægt að setja verðmiða á mannslíf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54 250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50
Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54
250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00