Erlent

Neyðar­á­stand fram­lengt á Spáni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útgöngubann er í gildi á Spáni vegna neyðarástandsins sem þar ríkir.
Útgöngubann er í gildi á Spáni vegna neyðarástandsins sem þar ríkir. Getty/Sandra Montanez

Yfirvöld á Spáni framlengdu í dag neyðarástandi í fimmtán daga til viðbótar vegna kórónuveirunnar. Þetta tilkynnti Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar í dag í ávarpi sem var sjónvarpað eftir fund hans með heilbrigðisyfirvöldum og öryggissérfræðingum.

Sanchez sagði að spænska þingið hafi samþykkt tillögu hans um að framlengja neyðarástandið sem lýst var yfir fyrir rúmri viku síðan. Dauðsföllum á Spáni vegna veirunnar hefur fjölgað dag frá degi og hafa 394 dáið síðasta sólarhringinn. Staðfest dauðsföll vegna veirunnar eru því orðin 1.720.

Þá sagði Fernando Simon, framkvæmdastjóri Almannavarna á Spáni, að farið væri að glitta í sól á þessum myrku tímum og að vonandi, ef heppnin væri með þeim, myndi öldunum fara að lægja fljótlega.

„Allar okkar spár gefa það til kynna að ekki sé langt í að við komumst yfir hæsta hjallann en það að létta á aðgerðum of snemma gæti þýtt það að veiran myndi hellast aftur yfir okkur og þess vegna þurfum við að fara gífurlega varlega.“


Tengdar fréttir

„Virðumst vera frekar að stefna í svartsýnu spána“

Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt getur breyst.

Upp­lýsingar á tímum kóróna­veirunnar

Á tímum heimsfaraldurs, samkomubanns og efnahagsniðursveiflu mætti færa fyrir því rök að tregða hins opinbera til að afhenda afrit af upplýsingum og svara fyrirspurnum væri frekar óspennandi umfjöllunarefni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×