„Virðumst vera frekar að stefna í svartsýnu spána“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 16:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42
568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34