„Lampard þarf að fara að vinna leiki annars gæti þetta endað illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 08:00 Það er þungt yfir Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, þessa dagana. Getty/John Walton Það er basl á Chelsea liðinu þessa dagana enda hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Fyrir vikið er farið að hitna vel undir knattspyrnustjóranum Frank Lampard. Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira