„Lampard þarf að fara að vinna leiki annars gæti þetta endað illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 08:00 Það er þungt yfir Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, þessa dagana. Getty/John Walton Það er basl á Chelsea liðinu þessa dagana enda hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Fyrir vikið er farið að hitna vel undir knattspyrnustjóranum Frank Lampard. Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton. Enski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton.
Enski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira