Veður

Glímum enn við leifarnar af norðan­stormi gær­dagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Í kvöld lægir svo um munar vestantil á landinu.
Í kvöld lægir svo um munar vestantil á landinu. Vísir/Vilhelm

Landsmenn munu í dag glíma við leifarnar af þeim norðanstormi sem var á landinu í gær. Útlit er fyrir norðan strekking eða allhvassan vind, en suðaustan- og austanlands eru vindstrengir sem væntanlega ná styrk hvassviðris eða jafnvel storms.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Búast megi við éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert.

„Það er að kólna hjá okkur og síðdegis má búast við frosti á bilinu 2 til 7 stig. Í kvöld lægir síðan svo um munar vestantil á landinu.

Á morgun er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar, en norðan strekkingur austast á landinu. Víða þurrt og bjart veður, en líkur eru á dálítilli snjókomu norðvestantil og lítilsháttar él með norðausturströndinni. Frost á morgun á bilinu 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Næstu daga þar á eftir gera spár síðan ráð fyrir tiltölulega rólegu veðri.“

Spákortið fyrir hádegið.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, en norðan 8-13 austast á landinu. Dálítil snjókoma norðvestantil, en þurrt í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag: Breytileg átt 3-10. Víða bjart veður, en lítilsháttar él við vestur- og norðausturströndina. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag (gamlársdagur): Vestlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu og dálítil él á víð og dreif, en þurrt austanlands. Hiti frá frostmarki við vesturströndina, niður í 10 stiga frost á Austurlandi.

Á föstudag (nýársdagur): Hæg breytileg átt, bjartvirði og frost 3 til 12 stig. Sunnan 5-10 á vestanverðu landinu með skýjuðu veðri og hita rétt yfir frostmarki.

Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og lítlisháttar væta, hiti 2 til 6 stig. Þurrt og bjart norðaustan- og austanlands og hiti kringum frostmark.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.