„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 11:00 Óskar Örn Hauksson er á hægri kantinum í liði áratugarins. stöð 2 sport Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Nú er búið að kynna sex leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Óskars og Atla eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Heyrði í öllum en valdi KR Óskar Örn hefur leikið með KR síðan 2007 ef frá eru taldar stuttar lánsdvalir hjá Sandnes Ulf í Kanada og Edmonton í Kanada. Óskar, sem er 36 ára, er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild með 274 leiki og 68 mörk. Í sumar sló Óskar svo leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild. Hann hefur leikið 326 leiki fyrir Grindavík og KR í efstu deild. Óskar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2019. Í þættinum í gær fór Óskar yfir aðdraganda þess að hann fór í KR fyrir þrettán árum. „Ég held að það vilji allir spila fyrir KR. Ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var lítill var KR með skemmtilegt lið og skemmtilega leikmenn, Gumma Ben, Einsa Dan og alla þessa kalla. Ég heyrði sennilega í öllum liðum í efstu deild en það kom einhvern veginn ekkert til greina þegar KR hafði samband,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Örn Hauksson Óskar er úr körfuboltabænum Njarðvík og stundaði þá íþrótt á yngri árum. Fótboltinn varð hins vegar fyrir valinu. „Ég hefði kannski viljað upplifa eitthvað með Njarðvík í körfunni. Það er eitthvað sem maður hefði verið til í líka en ég kaus þessa leið og er hrikalega ánægður með það og stoltur af því,“ sagði Óskar. Leikurinn gegn Braga stærsta eftirsjáin Atli Guðnason er á vinstri kantinum í liði áratugarins.stöð 2 sport Atli er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með félaginu alla tíð fyrir utan lánsdvalir hjá HK 2004 og Fjölni 2005. Atli, sem er 36 ára, er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild með 285 leiki og er jafnframt fimmti leikjahæstur í sögu efstu deildar. Atli hefur skorað 68 mörk í efstu deild. Atli hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Þegar Atli lítur til baka segist hann hafa viljað reyna sig sem atvinnumaður en er ekki viss um að það hefði hentað honum. Það er samt ekki stærsta eftirsjáin á ferlinum. „Mögulega hefði ég viljað fara í atvinnumennsku en ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það sem týpa. Öll umfjöllun og allt þetta. Mér líður vel í Krikanum og hefur alltaf gert. Ég myndi segja að eina eftirsjáin hafi verið að sleppa því að stíga á boltann þegar við hefðum getað unnið Braga,“ sagði Atli og vísaði til Evrópuleiks FH við portúgalska liðið 2017. Klippa: Atli Guðnason Atli kann best við sig utan sviðsljóssins og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega á árum áður. „Mér fannst ég ekki fá ósanngjarna umfjöllun. Ég er bara mjög slakur að taka gagnrýni og var mjög lélegur að vinna úr því þegar ég var yngri. Ég held að umfjöllunin hafi ekki verið ósanngjörn. Fótboltamenn búa við það að allir hafa skoðun á því sem þú ert að gera, sérstaklega þeir horfa. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég var ekki mjög góður að taka gagnrýni og þess vegna mögulega gekk mér svona vel, að mig langaði ekkert að fá neikvæða gagnrýni,“ sagði Atli. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla KR FH Tengdar fréttir Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Nú er búið að kynna sex leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Óskars og Atla eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Heyrði í öllum en valdi KR Óskar Örn hefur leikið með KR síðan 2007 ef frá eru taldar stuttar lánsdvalir hjá Sandnes Ulf í Kanada og Edmonton í Kanada. Óskar, sem er 36 ára, er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild með 274 leiki og 68 mörk. Í sumar sló Óskar svo leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild. Hann hefur leikið 326 leiki fyrir Grindavík og KR í efstu deild. Óskar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2019. Í þættinum í gær fór Óskar yfir aðdraganda þess að hann fór í KR fyrir þrettán árum. „Ég held að það vilji allir spila fyrir KR. Ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var lítill var KR með skemmtilegt lið og skemmtilega leikmenn, Gumma Ben, Einsa Dan og alla þessa kalla. Ég heyrði sennilega í öllum liðum í efstu deild en það kom einhvern veginn ekkert til greina þegar KR hafði samband,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Örn Hauksson Óskar er úr körfuboltabænum Njarðvík og stundaði þá íþrótt á yngri árum. Fótboltinn varð hins vegar fyrir valinu. „Ég hefði kannski viljað upplifa eitthvað með Njarðvík í körfunni. Það er eitthvað sem maður hefði verið til í líka en ég kaus þessa leið og er hrikalega ánægður með það og stoltur af því,“ sagði Óskar. Leikurinn gegn Braga stærsta eftirsjáin Atli Guðnason er á vinstri kantinum í liði áratugarins.stöð 2 sport Atli er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með félaginu alla tíð fyrir utan lánsdvalir hjá HK 2004 og Fjölni 2005. Atli, sem er 36 ára, er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild með 285 leiki og er jafnframt fimmti leikjahæstur í sögu efstu deildar. Atli hefur skorað 68 mörk í efstu deild. Atli hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Þegar Atli lítur til baka segist hann hafa viljað reyna sig sem atvinnumaður en er ekki viss um að það hefði hentað honum. Það er samt ekki stærsta eftirsjáin á ferlinum. „Mögulega hefði ég viljað fara í atvinnumennsku en ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það sem týpa. Öll umfjöllun og allt þetta. Mér líður vel í Krikanum og hefur alltaf gert. Ég myndi segja að eina eftirsjáin hafi verið að sleppa því að stíga á boltann þegar við hefðum getað unnið Braga,“ sagði Atli og vísaði til Evrópuleiks FH við portúgalska liðið 2017. Klippa: Atli Guðnason Atli kann best við sig utan sviðsljóssins og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega á árum áður. „Mér fannst ég ekki fá ósanngjarna umfjöllun. Ég er bara mjög slakur að taka gagnrýni og var mjög lélegur að vinna úr því þegar ég var yngri. Ég held að umfjöllunin hafi ekki verið ósanngjörn. Fótboltamenn búa við það að allir hafa skoðun á því sem þú ert að gera, sérstaklega þeir horfa. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég var ekki mjög góður að taka gagnrýni og þess vegna mögulega gekk mér svona vel, að mig langaði ekkert að fá neikvæða gagnrýni,“ sagði Atli. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla KR FH Tengdar fréttir Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann