Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2020 11:01 Hannes Þór Halldórsson var fyrsti leikmaðurinn sem var kynntur úr liði áratugarins hjá Stöð 2 Sport. Skjámynd/S2 Sport Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. Fyrsti þátturinn af „Liði áratugarins“ á Stöð 2 Sport var á Stöð 2 Sport í gær en þar voru kynntir tveir fyrstu leikmenn úrvalsliðs efstu deildar í knattspyrnu frá 2010 til 2020. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson segja álit sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu í þáttum milli jóla og nýárs. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Fyrstu tveir leikmenn úrvalsliðsins sem kynntir voru í þættinum í gær voru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og varnarmaðurinn Pétur Viðarsson. Markvörður liðsins er Hannes Þór Halldórsson Hannes Þór Halldórsson er 36 ára markvörður sem hefur spilað með Valsmönnum undanfarin tvö tímabil eftir sex ár í atvinnumennsku. Hannes spilaði með Fram sumarið 2010 en færði sig svo yfir í KR og vann fjóra stóra titla með liðinu á næstu þremur tímabilum þar af Íslandsmeistaratitilinn 2011 og 2013. Hannes var lykilmaður í Íslandsmeistari Vals síðasta sumar þar sem hann varð Íslandsmeistari í þriðja sinn og vann sinn fimmta stóra titil á Íslandi. Hannes sagði sögu í þættinum frá tíma sínum með KR-liðinu. „Það er annað sem mér þykir vænt um. Við vorum að spila við Keflavík þegar það voru tveir eða þrír leikir eftir af mótinu. Við urðum að vinna leikinn til að koma okkur í kjörstöðu til að verða Íslandsmeistarar,“ sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali sínu í þættinum. „Staðan er 2-2 og ég hafði klikkað eitthvað í leiknum. Við urðum að vinna og það er kominn uppbótatími þegar við fáum hornspyrnu. Afi minn hafði dáið stuttu áður og ég er öllu jöfnu ekki mjög trúaður maður. Maður vill vona að það sé einhver vakandi yfir manni,“ sagði Hannes. „Þarna voru nokkrar sekúndur eftir og rétt áður en hornið var tekið þá leit ég upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna. Svo sparkar hann í boltann og boltinn var í markinu nokkrum sekúndum seinna. Ég horfði aftur upp og sagði: Hvað var þetta? Mér fannst þetta vera merkileg upplifun og ég var ekkert sérstaklega trúaður en eftir þetta vill maður ekki útiloka neitt,“ sagði Hannes en það má sjá myndbrot með honum hér fyrir neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson Varnarmaður númer eitt er Pétur Viðarsson Pétur Viðarsson er 33 ára varnarmaður sem hefur spilað allan sinn feril með FH-ingum. Pétur var búinn að leggja skóna á hilluna en tók þá aftur niður í sumar og var fljótlega aftur orðinn fastamaður í FH-liðinu. Pétur hefur unnið sjö stóra titla með FH-ingum á ferlinum þar af varð hann Íslandsmeistari í fimmta sinn sumarið 2016. Eftir tólf leiki í Pepsi Max deild karla í sumar þá er Pétur kominn upp í fimmta sæti yfir leikjahæstu FH-inga í efstu deild en Pétur hefur alls spilað 188 deildarleiki fyrir FH. „Ég er mjög ánægður með ferilinn í heild sinni og það er ekkert þannig sem ég sé eftir. Það er ekkert sem ég hefði viljað breyta eða eitthvað móment þar sem ég tel að ég hafi átt að gera öðruvísi. Ég þakklátur fyrir og auðmjúkur að hafa fengið að taka þátt í þessum sigursæla tíma í Kaplakrika,“ sagði Pétur Viðarsson. „Þetta er búinn að vera risastór partur af mínu lífi að vera í fótbolta og það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að vera í þessu liðið. Það hefur gengið mjög vel og ég hef sem betur fer fengið að vera stór hluti af liðinu. Ég hef eiginlega öll árin verið í stóru hlutverki og er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Pétur. Sérfræðingar segja sína skoðun á leikmönnum úrvalsliðsins og Tómas Þór Þórðarson talaði meðal annars um Pétur. „Bara stríðsvilji og svakalega mikil barátta en líka rosalega mikið stolt fyrir félaginu sínu og að FH myndi vinna fótboltaleiki. Vinna leik, vinna titil, það í rassvasann og svo áfram gakk. Við fögnum seinna,“ sagði Tómas. Pétur er heldur ekkert hættur. „Ég á pottþétt einn titil inni og ég held að hann gæti komið á næsta ári því við erum með frábært lið,“ sagði Pétur en það má sjá myndbrot með honum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Viðarsson Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af „Liði áratugarins“ en þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Fyrsti þátturinn af „Liði áratugarins“ á Stöð 2 Sport var á Stöð 2 Sport í gær en þar voru kynntir tveir fyrstu leikmenn úrvalsliðs efstu deildar í knattspyrnu frá 2010 til 2020. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson segja álit sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu í þáttum milli jóla og nýárs. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Fyrstu tveir leikmenn úrvalsliðsins sem kynntir voru í þættinum í gær voru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og varnarmaðurinn Pétur Viðarsson. Markvörður liðsins er Hannes Þór Halldórsson Hannes Þór Halldórsson er 36 ára markvörður sem hefur spilað með Valsmönnum undanfarin tvö tímabil eftir sex ár í atvinnumennsku. Hannes spilaði með Fram sumarið 2010 en færði sig svo yfir í KR og vann fjóra stóra titla með liðinu á næstu þremur tímabilum þar af Íslandsmeistaratitilinn 2011 og 2013. Hannes var lykilmaður í Íslandsmeistari Vals síðasta sumar þar sem hann varð Íslandsmeistari í þriðja sinn og vann sinn fimmta stóra titil á Íslandi. Hannes sagði sögu í þættinum frá tíma sínum með KR-liðinu. „Það er annað sem mér þykir vænt um. Við vorum að spila við Keflavík þegar það voru tveir eða þrír leikir eftir af mótinu. Við urðum að vinna leikinn til að koma okkur í kjörstöðu til að verða Íslandsmeistarar,“ sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali sínu í þættinum. „Staðan er 2-2 og ég hafði klikkað eitthvað í leiknum. Við urðum að vinna og það er kominn uppbótatími þegar við fáum hornspyrnu. Afi minn hafði dáið stuttu áður og ég er öllu jöfnu ekki mjög trúaður maður. Maður vill vona að það sé einhver vakandi yfir manni,“ sagði Hannes. „Þarna voru nokkrar sekúndur eftir og rétt áður en hornið var tekið þá leit ég upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna. Svo sparkar hann í boltann og boltinn var í markinu nokkrum sekúndum seinna. Ég horfði aftur upp og sagði: Hvað var þetta? Mér fannst þetta vera merkileg upplifun og ég var ekkert sérstaklega trúaður en eftir þetta vill maður ekki útiloka neitt,“ sagði Hannes en það má sjá myndbrot með honum hér fyrir neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson Varnarmaður númer eitt er Pétur Viðarsson Pétur Viðarsson er 33 ára varnarmaður sem hefur spilað allan sinn feril með FH-ingum. Pétur var búinn að leggja skóna á hilluna en tók þá aftur niður í sumar og var fljótlega aftur orðinn fastamaður í FH-liðinu. Pétur hefur unnið sjö stóra titla með FH-ingum á ferlinum þar af varð hann Íslandsmeistari í fimmta sinn sumarið 2016. Eftir tólf leiki í Pepsi Max deild karla í sumar þá er Pétur kominn upp í fimmta sæti yfir leikjahæstu FH-inga í efstu deild en Pétur hefur alls spilað 188 deildarleiki fyrir FH. „Ég er mjög ánægður með ferilinn í heild sinni og það er ekkert þannig sem ég sé eftir. Það er ekkert sem ég hefði viljað breyta eða eitthvað móment þar sem ég tel að ég hafi átt að gera öðruvísi. Ég þakklátur fyrir og auðmjúkur að hafa fengið að taka þátt í þessum sigursæla tíma í Kaplakrika,“ sagði Pétur Viðarsson. „Þetta er búinn að vera risastór partur af mínu lífi að vera í fótbolta og það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að vera í þessu liðið. Það hefur gengið mjög vel og ég hef sem betur fer fengið að vera stór hluti af liðinu. Ég hef eiginlega öll árin verið í stóru hlutverki og er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Pétur. Sérfræðingar segja sína skoðun á leikmönnum úrvalsliðsins og Tómas Þór Þórðarson talaði meðal annars um Pétur. „Bara stríðsvilji og svakalega mikil barátta en líka rosalega mikið stolt fyrir félaginu sínu og að FH myndi vinna fótboltaleiki. Vinna leik, vinna titil, það í rassvasann og svo áfram gakk. Við fögnum seinna,“ sagði Tómas. Pétur er heldur ekkert hættur. „Ég á pottþétt einn titil inni og ég held að hann gæti komið á næsta ári því við erum með frábært lið,“ sagði Pétur en það má sjá myndbrot með honum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Viðarsson Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af „Liði áratugarins“ en þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki