Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 18:46 Logi ræddi við Stöð 2 og Vísi í dag. Stöð 2 Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. Logi mun stýra Pepsi Max deildarliði FH ásamt Davíð Þór Viðarssyni næsta sumar. Davíð Þór átti upphaflega að vera aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen sem var í dag ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari og gat því ekki haldið áfram starfi sínu í Kaplakrika. Logi átti að vera tæknilegur ráðgjafi í Kaplakrika en hefur nú tekið við keflinu sem þjálfari félagsins. Viðtal við Loga má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. Hinn 66 ára gamli Logi stýrði FH með Eið Smára sér við hlið á síðustu leiktíð. Undir stjórn Loga og Eiðs – sem tóku við um miðjan júlí – vann FH tíu af fjórtán leikjum sínum í deildinni. „Vonandi getum við fengið að halda þessu gangandi allan tímann, frá upphafi til enda og veiran sé ekkert að stríða okkur. Við erum með góðan mannskap, skemmtilegan hóp og lið sem ég þekki mjög vel svo þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig.“ „Tvímælalaust, hann er náttúrulega mjög góður fótboltamaður. Gerði það áður en hann fór og hefur staðið sig með miklum ágætum í Noregi, hvar sem hann hefur verið. Bæði í Start, Rosenborg og nú síðast Vålerenga. Hann verður gríðarlega mikill fengur fyrir leikið, ekki síst sem persónuleiki,“ sagði Logi aðspurður um endurkomu Matthías Vilhjálmssonar í FH-liðið. „Það er aldursbreidd, ungir menn og eldri menn,“ sagði Logi og glotti er breidd FH – eða skortur á breidd réttara sagt – var rætt. „Það eru einhverjir horfnir á braut og við vinnum í þeim málum að bæta við [leikmönnum]. Við þurfum eitthvað að bæta við okkur, það er alveg ljóst. Við þurfum að vera með meiri breidd ef við ætlum að vera algjörlega þarna uppi,“ sagði Logi að lokum. Klippa: Þekkir hópinn vel og telur liðið þurfa meiri breidd Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn FH Tengdar fréttir FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55 Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. 22. desember 2020 14:19 Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41 Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. 22. desember 2020 12:31 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Logi mun stýra Pepsi Max deildarliði FH ásamt Davíð Þór Viðarssyni næsta sumar. Davíð Þór átti upphaflega að vera aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen sem var í dag ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari og gat því ekki haldið áfram starfi sínu í Kaplakrika. Logi átti að vera tæknilegur ráðgjafi í Kaplakrika en hefur nú tekið við keflinu sem þjálfari félagsins. Viðtal við Loga má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. Hinn 66 ára gamli Logi stýrði FH með Eið Smára sér við hlið á síðustu leiktíð. Undir stjórn Loga og Eiðs – sem tóku við um miðjan júlí – vann FH tíu af fjórtán leikjum sínum í deildinni. „Vonandi getum við fengið að halda þessu gangandi allan tímann, frá upphafi til enda og veiran sé ekkert að stríða okkur. Við erum með góðan mannskap, skemmtilegan hóp og lið sem ég þekki mjög vel svo þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig.“ „Tvímælalaust, hann er náttúrulega mjög góður fótboltamaður. Gerði það áður en hann fór og hefur staðið sig með miklum ágætum í Noregi, hvar sem hann hefur verið. Bæði í Start, Rosenborg og nú síðast Vålerenga. Hann verður gríðarlega mikill fengur fyrir leikið, ekki síst sem persónuleiki,“ sagði Logi aðspurður um endurkomu Matthías Vilhjálmssonar í FH-liðið. „Það er aldursbreidd, ungir menn og eldri menn,“ sagði Logi og glotti er breidd FH – eða skortur á breidd réttara sagt – var rætt. „Það eru einhverjir horfnir á braut og við vinnum í þeim málum að bæta við [leikmönnum]. Við þurfum eitthvað að bæta við okkur, það er alveg ljóst. Við þurfum að vera með meiri breidd ef við ætlum að vera algjörlega þarna uppi,“ sagði Logi að lokum. Klippa: Þekkir hópinn vel og telur liðið þurfa meiri breidd
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn FH Tengdar fréttir FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55 Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. 22. desember 2020 14:19 Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41 Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. 22. desember 2020 12:31 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55
Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. 22. desember 2020 14:19
Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41
Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. 22. desember 2020 12:31
Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19